Vestmannaeyjar

Ég fór til Vestmannaeyjar með bekknum mínum og það var óendanlega gaman krakkarnir voru mjög stilltir sem mér finnst ótrúlegt því þið vitið hvernig krakkarnir eru. Við vorum fyrst í rútu í tvo og hálfan tíma en á leiðinni stoppuðum við hjá Seljalandsfoss en síðan fórum við í bát í um það bil 35 min. Eftir það gengum við að skátaheimilinu og settum hlutina okkar þar. Síðan fórum við að skoða staði sem Tyrkjaránið átti sér stað og fórum síðan í sund sem var með stökkpalli, trampolín rennibraut og kalda potta. Svo fengum við okkur flatböku (PIZZU). Um kvöldið gerðum ég og vinir mínir atriði fyrir árganginn sem hét "áramótaskaup Ölduseelsskóla" og allir fóru að skellihlæja. Þegar það fór að rökkva reyndum við að fara í draumaheiminn (SOFA). Það gekk fremur illa því krakkarnir gengu berserksgang. 

Daginn eftir fórum við að spranga en ég meiddi mig bara svo ég fékk mér göngutúr en á leiðinni í göngutúrnum fann ég níu dauða máva. Þegar við vorum búin að spranga gengum við að hoppubumbu eins og ég kallaði það þegar ég var yngri en á leiðinni fundum við dáinn smáfugl. Þannig ég fann tíu dauða fugla á þrjátíu mínútum. Þegar við vorum búin á hoppubumbuni héldum við heim á leið. Þá fórum við aftur í bát og keyrðum í tvo og hálfann tíma. Þannig endar ævintýrið mikla.

vestmannaeyjar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband